Karellen
news

Kristín leikskólastjóri á Mánahvoli

09. 09. 2021

Kristín Sigurðardóttir er leikskólastjóri Mánahvols, sem opnaði nú í ágúst. Mánahvoll verður 6 deilda ungbarnaleikskóli fyrir börn á aldrinum 12 - 24 mánaða, staðsettur á Vífilstöðum, við hliðina á leikskólanum Sunnuhvol sem er þar fyrir. Fyrstu vikurnar hófst starfsemi skólans í húsnæði leikskólnas Krakkakots og Holtakots á Álftanesi þar til búið verður að setja upp og útbúa húa Mánahvols á Vífilsstöðum. Gert er ráð fyrir að það verði í byrjun október sem starfsemin flyst á Vífilsstaði.

Kristín útskrifaðist sem fóstra árið 1984, úr sérkennaranámi 2005, og fékk leyfi til að starfa sem grunnskólakennari árið 2006. Þar að auki hefur hún bætt við sig fögum í HÍ í sálgæslu. Árið 2015 útskrifaðist Kristín með MA - diploma í jákvæðri sálfræði.


© 2016 - 2024 Karellen