Hugmyndafræði aðlögunar
Skipulag aðlögunar
Dagur 1: Barn og foreldri mæta í leikskólann kl. 9:00 – 10:00
Dagur 2: Barn og foreldri mæta kl. 8:30 – 10:30 Foreldri er með allan tímann.
Dagur 3: Barn og foreldri mæta kl. 8:30 og er fram yfir hvíld. Foreldri kveður fyrir kl.10:00. Barnið sótt eftir hvíld.
Hringt er í foreldri ef hvíldin gengur ekki vel.
Dagur 4: Barnið mætir kl. 8:30. Foreldrar kveðja fyrir 10:00 Barnið er í leikskólanum fram yfir kaffi ca.14:30.
Hringt ef þarf að sækja fyrr.
Þegar aðlögun líkur er gott að barnið sé sótt milli 14:30 og 15:00 fyrstu vikuna.
Einstaka barn þarf lengri aðlögunartíma - það er einstaklingsbundið og deildarstjóri metur það í samvinnu við foreldra.
- Hlutverk kennara er að:
- kynnast barninu
- sinna sínu daglega starfi, dagurinn gengur fyrir sig eins og hver annar dagur.
- svarar spurningum foreldra og segir þeim frá því sem er að gerast.
Hlutverk foreldra er að:
- sjá um umönnun barnsins, klæða út ofl.
- vera með barninu og veita því öryggi með nærveru sinni.
- upplifa og fá innsýn í leikskóladaginn með barninu
- kynnast kennurum og börnum á deildinni.
Hlutverk barnsins er að:
- læra á leikskólann
- finna sig öruggt í nýjum aðstæðum
- kynnast nýjum vinum
Ávinningurinn:
Kennararkynnast barninu vel og sjá hvernig það er hjá/með foreldrum sínum. Þeir skilja tengslin og eiga auðveldara með að skilja viðbrögð barnsins.
Foreldrar kynnast leikskólanum, kennurum og öðrum foreldrum. Fá innsýn í starf leikskólans sem veitir þeim öryggi og traust.
Barniðupplifir öryggi og lærir á leikskólann með foreldrið sér við hlið. Aðskilnaðurinn við foreldrana verður auðveldari.
Þegar foreldrar eru virkir þátttakendur í aðlögun og starfi leikskólans– brúum við bilið milli heimilis og skóla.
Minnum á að notkun síma er ekki leyfileg inni í leikskólanum
Öruggir foreldrar = örugg börn
Yfirfarið des 2021 SB