Karellen

Fjarvistir barna

Vinsamlegast tilkynnið ef barn er fjarverandi, hvort sem um er að ræða veikindi eða frí í síma leikskólans 591 -4600. Mjög gott er að setja inn tilkynningar í gegnum Karellen appið.

Veikindi barna

Þegar börn byrja í leikskóla komast þau gjarnan í tæri við bakteríu- og veiruflóru sem þau þekktu ekki áður og algengt er að þau sýkist af þeim og sum eru oft veik fyrsta árið.

Veik börn þurfa ró og næði og eiga rétt á því að dvelja heima þegar þau eru veik. Í mörgum tilvikum eru veik börn smitandi og þá er betra að vera heima.Hér er stutt samantekt um algengustu smitsjúkdóma barna, hvenær þau eru smitandi og hvenær er óhætt að þau fari aftur í skólann.

Inn á Heilsuveru má finna stutta samantekt um algengustu smitsjúkdóma barna, hvenær þau eru smitandi og hvenær er óhætt að þau komi aftur í leikskólann.

https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/throskaferlid/uppeldi-barna/thegar-bornin-veikjast/

Á vef heilsugæslunnar má finna gátlistann "Heilsufar barna á leikskólaaldri" sem er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðboorgarsvæðisins, Almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra og fleiri aðila.

Hann leiðbeinir um hvenær veik börn eiga ekki að koma í leikskólann og hvernig staðið skal að sóttkví leikskólabarna.

gátlisti-heilsufar barna á leikskólaaldri.pdf

Við viljum benda foreldrum á að leikskólastarfið er skipulagt með það í huga að öll börn geti tekið þátt í starfinu bæði úti og inni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem starfsfólk leikskólans hefur frá barnalækni, þá er ekkert sem bendir til þess að barn sýkist fremur í útilofti en innandyra. Ef foreldrar halda að barn sitt sé að veikjast, er æskilegt að það sé heima, meðan veikindin ganga yfir og í tvo daga hitalaus.

Lyfjagjafir

Lyf eru ekki gefin í leikskóla nema í undantekningartilfellum. Ef barn er haldið (t.d. astma eða flogaveiki) og þarf að fá lyf á dvalartíma í leikskólanum getur starfsmaður gefið lyfið. Lyfjagjöf er á ábyrgð foreldra.

© 2016 - 2024 Karellen